Hótel hekla , 804 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
976.405.000
Fasteignamat
249.512.000

Eignaland og Sigurður Fannar kynna í einkasölu: Tækifæri fyrir fjárfesta. Hótel Hekla í Skeiða,- og Gnúpverjahreppi - c.a. 15 mín akstur frá Selfossi. Um er að ræða jörðina Brjánsstaði, 10 ha að stærð ásamt fasteignum – samtals 1.840fm og þar hefur verið rekið hótel á vegum Íslandshótela, sem kallast Hótel Hekla.
 
Hótelið samanstendur af nokkrum byggingum sem tengdar eru saman með “tengibyggingum” þessar fasteignir eru byggðar á árunum 1994-1999. Einnig er samtengt “gamla” einbýlishúsið að Brjánsstöðum byggt árið 1975. Hlutdeild í borholu fyrir heitt vatn fylgir með jörðinni.
Eigendur hafa látið hanna 125 herb Lúxushótel á landeigninni, til viðbótar við þær fasteignir sem nú er til staðar,  sem gefur ákveðna mynd af þeim möguleikum sem eigninni fylgja.
 Hótelið telur samtals 50 herbergi. Fjórar týpur herbergja er að finna í stærðunum frá 14fm – 42fm, að stærstum hluta tveggja manna 25fm herbergi, en einnig er að finna stærri herbergi sem flokkast sem “svíta” eða “fjölskylduherbergi. Ráðstefnu eða fundarsalur er hluti fasteigna, en hann telur c.a. 125fm. Fullbúið eldhús, og veitingasalur. Móttaka og bar eru líka hluti af heildinni.
Þvottahús, og geymsluskúr og kæligámur eru einnig hluti meðfylgjandi fasteigna.
Hótelið hefur verið í fullum rekstri frá stofnun, en því var lokað eftir COVID.
Talsvert af innbúi sem nauðsynlegt er til hótelreksturs hefur verið fjarlægt, en langt í frá allt það sem nauðsynlegt er til þess að hægt sé að hefja hótelrekstur aftur. Viðhald eignarinnar hefur verið í lagi frá því að starfseminni var lokað.
Hér á þessum "link" má sjá myndir frá því að Hótelið var í fullum rekstri, en það hefur verið lokað frá COVID og því gefa myndirnar aðeins hugmynd um möguleika en lýsa ekki ástandi dagsins í dag.
https://www.is-southerniceland.com/en/property/fosshotel-hekla.html

Áhugasamir geta sett sig í samband við undirritaðan.
Sigurður Fannar lögg. fasteignasali í síma 897-5930 eða [email protected] 


 



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.