Um Eignaland.
Við seljum og verðmetum allar tegundir fasteigna. Hjá okkur fær eignin þín fulla athygli og góða þjónustu frá upphafi til enda. Sérbýli, fjölbýli, sumarhús, bújarðir, lóðir, atvinnuhúsnæði og fyrirtæki.
Auk þess að vera öflugir í sölu fasteigna, þá eru starfsmenn Eignalands með víðtæka reynslu af öllum hliðum fasteignaviðskipta.
Við erum sérfræðingar í sölu á bújörðum og þekkjum vel til verka þar. Við þekkjum vel til nýtingamöguleika byggingalands og lóða.
Við höfum góða reynslu af stórum byggingaverkefnum, frá lóð og að fullbúnu húsi eða landi og fullbúnu hverfi. Við getum leitt saman fagfjárfesta og framkvæmda-aðila og sinnt sölustjórn á þeim verkefnum sem fæðast.
Í skjalagerðinni koma viðskiptavinir okkar ekki að tómum kofanum, þar er mikil uppsöfnuð reynsla sem nýtist viðskiptavinum okkar vel, í öllum okkar samningum og skjalafrágangi.
Við erum með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi.
Hlíðarsmára 2 (5.hæð) Kópavogi og Austurvegi 20 (BANKINN) Selfossi.
Ef þú þarft að selja þá er Eignaland – salan þín.