Eignaland og Jens Magnús Jakobsson kynna í einkasölu Hafnargötu 8 (Vélvirkinn) í Bolungarvík. Virkilega vel staðsett húsnæði á hafnarsvæðinu í Bolungarvík. Eigninni hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina. Gluggar í aðalsal húsnæðisins gefa mikla birtu og glæsilegt útsýni. Möguleiki er á að kaupa húsnæðið með öllum vélum, tækjum og lager sem þarf til reksturs vélaverkstæðis og smiðju Vélvirkjans. Vélvirkinn er gamalgróið (48 ára) fyrirtæki í Bolungarvík sem hefur að miklu leyti verði byggt upp til þjónustu fyrir skip og báta. Kennitalan er ekki til sölu en möguleiki er að fá nafnið með.
Samkvæmt skráingu er húsnæðið 300 fm að grunnfleti með 198,3 fm efri hæð, samtals 498,3 fm að stærð og stendur á 1400 fm lóð.Að innan:Á neðri hæðinni er aðalsalur með mikilli lofthæð og stórri innkeyrsluhurð. Einnig er rými fyrir lager og hreinlætisaðstaða.
Á efri hæðinni er skrifstofa og kaffistofa ásamt lager rými.
Nýlega er búið að setja upp varmadælu í húsnæðið.Möguleiki er á að kaupa einnig verslunina Vélvirkinn sf (Ótrúlega búðin) í Bolungarvík. Verslunin er í leiguhúsnæði við Aðalgötu bæjarins. Vöruúrval er ótrúlega mikið og er reksturinn til sölu með lager og innréttingum. Ekki er í boði að kaupa kennitöluna með. Allar nánari upplýsingar og verð hugmynd í þennan hluta reksturins eru hjá fasteignasala Jens Magnúsi Jakobssyni, 893-1983 eða [email protected].Töluverðir hagræðing er í að kaupa þetta saman vegna samlegðar áhrifa á þessum tveimur rekstrareiningum.
Allar nánari upplýsingar eru hjá fasteignasala:
Jens Magnús Jakobsson í síma 893-1984 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.