***Álfalundur 51, 300 Akranes***
SELD með fyrirvara
Eignaland og Jens Magnús lgf. kynna í einkasölu Álfalundur 51, 300 Akranes. Virkilega fallegt 6 herbergja nýlegt raðhús. Eignin er mjög skemmtilega skipulögð. Eignin er skráð 226,5 fm þar af er innbyggður bílskúr 31,2fm og er á tveimur hæðum. Útsýnið frá efri hæð er verulega fallegt í gegnum gólfsíða glugga í stofunni. Húsið er byggt úr timbri og klætt með vandaðri læstri álklæðningu.
Opið hús þiðjudaginn 4. mars klukkan 17:00-17:30.
Lækkað verð !!!!
Allar nánari upplýsingar eru hjá Jens Magnúsi í síma 893-1984 eða [email protected]
Sækið söluyfirlit hér
Nánari lýsing:Komið er inn í forstofu á neðri hæð. Á hæðinni eru þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi og fallega innréttað baðherbergi með hvítri innréttingu, upphengdu salerni og sturtu með fallegu sturtugleri, einnig er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í sér rými. Úr einu svefnherbergi er útgengt í garð á baklóð. Innangengt er í bílskúrinn af ganginum og er hann rúmgóður með geymslu inn af, þar sem hægt er að komast út í garð á baklóð.
Þegar komið er upp á efri hæð tekur á móti manni mikil lofthæð. Eldhúsið er virkilega vel heppnað með fallegri dökkri innréttingu og borðplötu úr ljósum steini. Úr eldhúsi er útgengt á svalir um rennihurð. Eldhús, stofa og sjónvarpsrými eru í einu rými. Annað rúmgott baðherbergi er á efri hæðinni og er það flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, innréttingu og frístandandi baðkari. Á hæðinni er einnig stórt hjónaherbergi með fataherbergi og öðru baðherbergi inn af fataherberginu. Einnig er útgengt á svalir úr því svefnherbergi.
- Pergo harðparket í ljósri eik er á gólfum og grátóna flísar á votrýmum.
- Gólfhiti er á báðum hæðum.
Um húsið:Raðhúsa lengjan er teiknuð af Sigursteini Sigurðssyni hjá Gjafa Arkitektar og sköpun. Hann er jafnframt aðalhönnuður hússins. Hin nýja íbúðabyggð í Skógarhverfi á Akranesi byggir á metnaðarfullu skipulagi og samræmdum skilmálum innan hverfisins. Lögð er áhersla á umhverfisvæna byggð, tengingu við náttúruna, góðar samgöngur og þjónustu. Við hönnun verkefnisins var leitast við að skapa metnaðarfullar og glæsilegar byggingar sem njóta sín í fallegu og náttúrulegu umhverfi. Leitast var við að hámarka notagildi íbúða og nýta útsýni, birtu og staðsetningu til fullnustu. Hönnuður burðarvirkja og lagna er Verkfræðistofa Reykjavíkur. Lýsinga og raflagnahönnuður er Sturla Snorrason.
- Raðhúsalengjan fékk arkitekt hússins til að hanna lóðina og liggja þær teikningar fyrir.
- Eignin er skráð á byggingastigi 3 (tilbúið til innréttinga), en er komin mun lengra í byggingu. Ekki þarf að framkvæma mikið til að koma því í lokaúttekt og verður það afhent á því stigi sem það er í dag.
Um er að ræða virkilega fallegt fjölskyldu hús þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla og íþróttasvæði ÍA. Í göngufæri frá húsinu er golfvöllurinn hjá Golfklúbbnum Leyni.
Frábært verð á þessari fallegu eign.
Allar nánari upplýsingar eru hjá fasteignasala:
Jens Magnús Jakobsson í síma 893-1984 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.