***Langholt 2, 803 Selfoss***
Eignaland og Jens Magnús Jakobsson lgf kynna í einkasölu Langholt 2, 803 Selfoss. Einstakt tækifæri til að eignast fallega jörð á fallegum stað. Langholt 2 er örstutt frá Selfossi eða aðeins 8 mínútna akstur. Á jörðinni hefur verið rekin ferðaþjónusta með bændagistingu undanfarin ár og hefur það gengið mjög vel. Einnig verið stunduð hrossarækt.
Fyrirtækið (Countrydream ehf) sem rekur ferðaþjónustuna fylgir með í kaupunum ásamt öllum búnaði til reksturs og góðum bókunum fram í tímann.
Á jörðinni er hesthús og hlaða, sem nýtt hefur verið sem aðstaða til að vinna með hesta innanhúss, ásamt um 90 hekturum af landi.Staðurinn býður upp á gríðarlega mikla möguleika til áframhaldandi reksturs enda er þar mikið af byggingum.
Sækja söluyfirlit fyrir eignina hér
Nánari upplýsingar veita Jens Magnús í síma 893-1984 eða [email protected]
& Sigurður Fannar í netfangi [email protected] Nánari lýsing:
Einbýlishúsið.Húsið er skráð 182,4 fm. Búið er að breyta hluta hússins í íbúð með gufubaði til útleigu. Einnig er búið að útbúa þrjú herbergi með sameiginlegu baðherbergi til útleigu. Eitt af þessum herbergjum er með sér salerni. Restin af húsinu er með eldhúsi, stofu, holi, baðherbergi og einu svefnherbergi.
Bílskúr.Bílskúrinn er skráður 70 fm og er búið að gera fallega stúdíó íbúð í honum, ásamt 2 herbergjum með sér inngangi og baðherbergi. Í bílskúrnum er einnig búið að útbúa þvottahús með lín aðstöðu.
Fyrir aftan húsið er heitur pottur, sem er sameiginlegur fyrir alla gesti staðarins.
Sumarhús.Lítil, snyrtileg eining sem er skráð 33,2 fm. Þar er eitt svefnherbergi, nýleg eldhús innrétting og rúmgott baðherbergi með sturtuaðstöðu. Heitur pottur er við húsið.
Íbúðir.Þetta er nýjasta eignin á staðnum, skráð 84 fm og byggð árið 2017. Búið er að græja þrjár stúdíó íbúðir í húsinu með svefnaðstöðu fyrir 3-4. Hver íbúð hefur snyrtilega eldhúsinnréttingu og gott baðherbergi með sturtu aðstöðu. Flísar eru á gólfum.
Hesthús og hlaða.Hesthúsið er skráð 370,8 fm og hlaðan er skráð 300 fm(en skv. eiganda er hún 400 fm). Búið er að útbúa fína aðstöðu í hesthúsinu. Góð kaffistofa með öllu því helsta eins og ískáp, helluborði og ofni. Salerni er í hesthúsinu ásamt nokkuð af upphituðum geymslum. Húsið getur rúmað á bilinu 30-40 hross. Tvö gerði til viðrunar á hrossum eru við húsið.
Ellefu útleigu einingar eru á jörðinni ásamt því að möguleiki er að stækka enn frekar, vegna góðrar bókunarstöðu.
Þrír heitir pottar eru við húsin og eitt gufubað.
Heitt vatn er frá samveitu flóahrepps og eru öll hús hituð með því.
Veiðiréttindi í Hvítá fylgja.
Í heildina litið er þetta frábært tækifæri til að eignast glæsilegan sælureit í sveitinni með góðum rekstri í ferðaþjónustu sem skilar góðum tekjum. Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá fasteignasla:Nánari upplýsingar veita Jens Magnús í síma 893-1984 eða [email protected]
& Sigurður Fannar í netfangi [email protected] ***Vegna mikillar sölu undanfarið get ég bætt við eignum á skrá***
***Kem og verðmet þína eign þér að kostnaðarlausu***
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.