Icelandic cottages , 803 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
3 herb.
473 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
231.170.000
Fasteignamat
98.570.000

Eignaland og Sigurður Fannar kynna í einkasölu:  Um er að ræða sölu á einbýlishúsi og fjórum gistihúsum og  5,5 ha eignarlóð í Flóahreppi sem er staðsett um 15 km austan við Selfoss og í 2,3 km fjarlægð frá þjóðvegi 1
Í gistihúsunum stendur Icelandic-Cottages fyrir gistirekstri, til sölu er einnig rekstrarfélagið "Icelandic-Cottages ehf" sem heldur á öllum nauðsynlegum leyfum til ferðaþjónustu í umræddum fasteignum.

Stærðir bygginga.

Einbýli 167fm + 12fm gestahús og 24fm "þvottahús" Samtals = 203fm.
Gistihús 4 x 73m2 = 293fm. 
Samtals byggingar 496fm.
Landstærð 5.5ha. 
Möguleiki er á að auka byggingamagn á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg. fasteignasali í síma 897-5930 eða [email protected] 

Gistihúsin.
4 x timburhús 73 m2 að stærð hvert.
Gistihúsin eru björt og rúmgóð, með stórum gluggum og frábæru útsýni í allar áttir.
Hvert hús skiptist 3 herbergi, samliggjandi eldhús og stofu og baðherbergi
Stór verönd (38m2) fylgir húsunum ásamt skjólveggjum útigrilli og útihúsgögnum.
Notast hefur verið við rafmagnsofna til upphitunar og eru rafmagnsofnar í öllum húsum. Varmadælum var komið fyrir í hverju og einu húsi í sumar, er þannig hægt að stýra húshitanum jafnt að sumri sem vetri. 300 lítra hitakúta er að finna í hverju og einu húsi.
Hvert og eitt gistihús er einstakt að hönnun  og hefur hvert hús sitt þema og stíl.
Húsin hafa allt sem þarf til daglegra nota, s.s. þvottavél, þurrkara, uppþvottavél, amerískan ísskáp/frystiskáp með vatns- og klakavél, sjónvarp með aðgengi að hinum ýmsu stöðvum gegnum gervihnattadisk, dvd spilara og öll almenn tæki og tól sem eru betri í eldhúsum.
Ljósleiðari er til staðar í öllum húsum. Bílastæði eru við hvert hús.

Einbýlishúsið.
Timburhús á tveimur hæðum 168 m2. Rýmið skiptist í 4 svefnherbergi, samliggjandi stofu, borðstofu og eldhús, baðherbergi og garðskála
Á efri hæð er að finna 3 herbergi auk opins rýmis með ægifögru útsýni.
Neðri hæðin samanstendur af opnu rými með borðstofu, stofu og eldhúsi og útgengi í garðskála. Þá er þar einnig eitt svefnherbergi og baðherbergi með sturtu
Garðskáli byggður við fasteignina árið 2022. Í skálanum er einnig sér salerni með vaski. Suðurhlið skálans er með vönduðum rennihurðum sem hægt er að renna alveg til hliðar á góðum dögum og er öryggisgler í öllum skálanum.
Aðgengi er að garðskálanum eftir sérslóða (þarf þá ekki að fara í gegnum einbýlishúsið) og er hjólastólaaðgengi til staðar, en rampur er frá slóða og upp á pallinn þar sem skálinn er staðsettur
Stór verönd er við húsið (3 hliðar). Við veröndina stendur einnig gestahús, 12 m2, að stærð með risi sem nýtt er sem svefnloft, auk 24 m2 húss sem nýtt er sem þvottahús, með iðnaðarþvottavél, iðnaðarþurrkara, geymslu fyrir lín, verkfæri og annað er tilheyrir gistihúsunum.
Lagt var fyrir gólfhitakerfi í upphafi en árið 2023 voru settar upp nýjar öflugar varmadælur, ein á neðri hæð og önnur í garðskálanum. Einnig eru til staðar rafmagnsofnar ef á þarf að halda á köldum vetrardögum
Lóðin er mjög gróðursæl og hafa mörg þúsund tré verið gróðursett á liðnum árum, hafa mörg þeirra náð töluverðri hæð og gefa því gott skjól •    Vegur upp að einbýlishúsinu er alfarið í eigu húseiganda. Þar sem eignin er lögbýli er allur snjómokstur á vegum sveitafélagsins
Öflugar öryggismyndavélar eru á svæðinu.
Húsið er tengt við ljósleiðara og þar er jafnframt gervihnattadiskur.

Rekstarfélagið/Icelandic Cottages ehf.
Félagið er í eigu sama einstaklings og þær fasteignir sem um ræðir hér að ofan. Félagið heldur á öllum gistileyfum og heimildum til reksturs ferðaþjónustu. Félagið á allt innbú ofangreindra fasteigna, auk þess sem félagið á bifreið. Volkswagen Caddy.
Félagið er í fullum rekstri og má sjá heimssíðu félagsins hér í link að neðan.
https://www.icelandiccottages.is/
Bókunarstaða fyrir árið 2025 lofar mjög góðu.
Bókanir eru að langmestu leyti frá stórum erlendum ferðaþjónustuaðilum sem bóka lengri tímabil
Það sem ekki er bókað með þeim hætti er boðið til bókunar á erlendum bókunarsíðum á borð við Booking.com, AirBnB o.s.frv.

Landið.
Landið er c.c. 5.5 ha eignaland. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir fjórum gistihúsum með gistirými fyrir allt að 28 gesti en núverandi heimildir leyfa byggingar fyrir allt að 40 gesti, þannig að það má byggja meira innan gildandi skipulags.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg. fasteignasali í síma 897-5930 eða [email protected] 

 



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.