Norðurleið 31, 801 Selfoss
180.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
421 m2
180.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2009
Brunabótamat
209.900.000
Fasteignamat
144.400.000

***Norðurleið 31, 800 Selfoss***

Eignaland og Jens Magnús Jakobsson kynna í einkasölu Norðurleið 31, 801 Selfoss. Virkilega reisulegt tveggja hæða einbýli á stórri eignarlóð í Tjarnarbyggð. Eignin er skráð 421 fm skv. fasteignaskrá. Húsið er steinsteypt og byggt 2009. Húsið er einangrað og steinað að utan. Valmaþakið er á húsinu og nær það út fyrir svalirnar sem ná allan hringinn í kringum eigninni. Bílskúrinn er mjög stór eða 128,4 fm og er með tvær bílskúrshurðir. Virkilega falleg eign sem búið er að leggja mikið í.
 
Allar nánari upplýsingar eru hjá fasteignasala í síma 893-1984 eða [email protected]
 
Að innan telur eignin:
Efri hæð:

Gengið er upp virkilega veglegar tröppur með hita spiral í. Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðu skápaplássi og gestasalerni með upphengdu salerni og innréttingu. Þaðan er komið inn í stórt alrími. Eldhúsið er stórt með fallegri innréttingu og stórri eyju í miðjunni, borðplötur eru úr steini. Eldhústæki eru öll Mile. Rennihurð er úr eldhúsi út á svalir. Stofan er björt og stór með rennihurð út á svalir. Búið er að stúka stofuna af með sjónvarpsaðstöðu. Svefnherbergin á efri hæðinni eru tvö með útgengni um rennihurð út á svalir. Aðalsvefnherbergið er mjög rúmgott með miklu skápaplássi og seinna er ágætlega rúmgott með góðu skápaplássi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegum innréttingum með steini í borðplötu, stór sturtuklefi með innbyggðum blöndunartækjum og baðkar. Þvottahúsið er rúmgott með innréttingu þar sem þvottavél og þurrkari eru í vinnuhæð.

Neðri hæð:
Stíginn niður á neðri hæðina er bjartur og fallegur. Þar er komið niður í alrími með rennihurð út í garð. Tvö svefnherbergi með rennihurð út í garð eru á þessari hæð og eru bæði virkilega rúmgóð með stóru skápaplássi. Búið er að koma fyrir skrifborði með steinborðplötu inn í skápnum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtu og fallegri innréttingu.
Á öllu húsinu bæði uppi, niðri og á stiganum eru vandaðar 60x60 flísar.

-Kerfisloft með innfeldri lýsingu, hljóðdempun og mikilli lofthæð eru í öllu húsinu.
-Flore gólfhitakerfi er í gólfum.
-Öll blöndunartæki eru af vandaðri gerð.
-GIRA rafmagnsefni er í húsinu.

Bískúr:
Bílskúrinn er mjög stór og rúmgóður eða 128,4 fm. Hann er með tveimur bílskúrshurðum. Innangengt er í bílskúrinn. Innaf bílskúr eru tvær rúmgóðar geymslur.

-Háeinangrandi sólarvarnargler með argon fyllingu er í öllu húsinu.
-Búið er að koma fyrir hita í öllum svölunum ásamt tröppunum upp. Einnig er gert ráð fyrir heitum potti á svölu og búið að koma fyrir lögnum fyrir hann.
-Útigeymsla ásamt sorpgeymslu eru undir tröppunum.

Eignin stendur á 28.496 fm eignarlóð og er möguleiki á að kaupa 4 aðrar lóðir með eigninni.Tjarnarbyggð er skemmtilegur kostur fyrir fólk sem vill búa í sveitinni og nýta sér alla þjónustu eins og þéttbýlið hefur upp á að bjóða. Árborg og viðkomandi veitur sjá um allan rekstur svæðisins eins og snjómokstur, sorphirðu, skólaakstur, tæmingu rotþróa, heitt og kalt vatn. 

Einstakt tækifæri til að eignast þessa fallegu eign á frábærum stað. Útsýnið frá eigninni er gríðarlega mikið og kyrrðin mikil.
 
Allar nánari upplýsingar eru hjá fasteignasala:
Jens Magnús Jakobsson löggiltur fasteignasali í síma 893-1984 eða [email protected]



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.