***Brekkuland 4a, 270 Mosfellsbær***Eignaland og Jens Magnús lgf kynna í sölu sérlega glæsilegt 339,6 m2 einbýlishús á pöllum með bílskúr og stúdíóíbúð við Brekkuland 4A í Mosfellsbæ. Eignin
er 255,2 m2 listilega hannað sjónsteypu einbýlishús á þremur pöllum ásamt stórum sérstæðum 42,2 fermetra bílskúr og 42,2 m2 vinnustofu (sem nýtt er
í dag sem stúdíó svíta sem mögulegt er að nýta á ýmsan veg) fyrir ofan bílskúr sem veitir möguleika á góðum leigutekjum.
Staðsetningin er afar góð á stórri eignarlóð, rétt ofan við Álafosskvosina, með útsýni yfir sjálfan Álafossinn og með Varmárdalinn og Helgafell ásamt
Lágafelli og Úlfarsfelli í suðvestur. Þarna eru fallegar gönguleiðir og önnur útivist í göngufæri.
Húsið er hannað og teiknað af Halldóri Gíslasyni arkitekt og hefur meðal innlendra og erlendra umfjallana prýtt forsíðu arkitektablaðsins. Við hönnun
hússins lagði arkitektinn áherslu á að hið fagra útsýni og nánasta umhverfi nyti sín sem best, þ.e. yfir Álafosskvosina og Álafossinn. Kistufell í Esju er í
raun frummynd í hönnun hússins. Húsið er steinsteypt úr sjónsteypu og var tekið tillit til sólargangs við hönnun og staðsetningu hússins á lóð. Þakbrún
er úr ryðfríu aluzinki.Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun eru hjá Jens Magnúsi í síma 893-1984 eða [email protected]Nánari lýsing:
Aðalhæð:
Anddyri: Er vel opið með nýrri og einstaklega stórri álhurð í glæsilegri umgjörð (hiti í gólfum með þráðlausri stýringu í flestum gólfum eignarinnar) og
sérsmíðuð millihurð á sveifluöxli frá anddyri í hol.
Baðherbergi: Með upphengt salerni og Duravit innréttingu og náttúrulegum steinvaski, veggir með steinefnasparsli.
Eldhús: Stórt með sérsmíðaða, glerklædda eldhúsinnréttingu frá Häcker með Gaggenau tækjum (bakara- og grillofn, gufuofn, hitaplata og tvöfaldur vínkælir),
gott pláss fyrir borðstofuborð í stækkaðri borðstofu með glæsilegu útsýni. Í eldhúsinu er einstaklega stór eldunareyja úr hitaþolnu Dekton steinefni með
borðaðstöðu og Bora spanhelluborði með gufugleypi. Horngluggi til vesturs og gluggar til norðurs, innfelld lýsing og kastarar í lofti. Veggir eru með
steinefnasparsli.
Borðstofan: Var stækkuð nýlega út frá eldhúsi, með stórri rennihurð á móti kvöldsólinni, á terrassoslípaðan pall, undir borðstofunni er “tæknirými” þar sem
hentugt upphitað geymslupláss er.
Þvottahús: Í nokkuð stóru þvottahúsi eru allar tengingar vegna gólf og húshita og gert ráð fyrir innréttingu með vaski. Lagnir eru fyrir þvottavél og þurrkara
sem eru í núverandi innréttingu.
Stofa: Gengið er niður í stofu um nokkrar terrassoslípaðar steintröppur. Stofan er stór með mikilli lofthæð (5-7 metra), terrassoslípað steypt gólf með fallegum
stállistum, miklir gluggar ná upp í loft til vesturs og útengi þaðan út á terrassoslípaða verönd. Gamall enskur arinn úr marmara er í stofu og er gólf tekið niður
þar um 30 cm, sérgerðar sessur eru umhverfis arinn, innfelld lýsing í loftum (hiti í gólfum með þráðlausri stýringu).
Gengið beint upp tröppur og stiga frá holi, á millipalli er aðgengi í endarými þar sem gengið er um svalir tengdar stofu hússins. Á millipalli er unnið að stækkun
og breytingu varðandi glugga til austurs við stiga. Á efri hæð er mikil lofthæð með innfelldum ljósum, í gólfi er hiti, gólfin eru flotuð og glæruð.
Efri hæð:
Svefnherbergi: Í svefnherbergi er staðsteypt rúm með sérhönnuðum höfðagafli. Í hönnun er tekið tillit staðsetningar og sólargangs. Þar er einnig útgengi út á
stórar suðvestursvalir með glæsilegu útsýni yfir Varmá, Álafosskvosina og í vesturátt að sólarlagi. Nýlegir gluggar og svalahurð og svalir með pallaklæðningu.
Baðherbergi: Steinefnasparsl á veggjum, mjög stór og góð sturta, mikil lofthæð með innfelldri lýsingu og góð ofanbirta um þakglugga, upphengt salerni og
lagnir fyrir frístandandi baðkar. Upphengd innrétting með náttúrulegum steinvaski.
Vinnustofa / stúdíó svíta:
Íbúðin: Hefur öll verið tekin í gegn og endurnýjuð á glæsilegan hátt með fjölþættum og dimmanlegum ljósum. Komið er inn í anddyri/gang með sérsmíðuðum
skáp sem inniheldur fatahengi og búr/tækjaskáp er snýr að ganginum og skilur að svefnrými þar sem í skápnum er fatageymsla og skúffur. Í baðherbergi er
sturta, upphengt salerni, skáparými sem meðal annars innheldur þvottavél og þurrkara, hurð á baði er sérsmíðuð og sturtuklefi sérhannaður og stór
náttúrulegur steinvaskur. Í alrými er eldhúsinnrétting frá Häcker með Liebherr ísskáp og frysti með klakavél, tvöfaldur Samsung bakaraofn, Samsung grill og
örbylgjuofn, uppvottavél og tvöfaldur vínkælir. Í eldunareyju er Bora spanhelluborð með gufugleypi og mataraðstöðu. Í svefnrými er tvíbreytt rúm, útsýni er til
norðurs og vesturs á móti kvöldsólinni, en utan við norðurhlið er gert ráð fyrir heitum potti og slökunaraðstöðu til að njóta himins og norðurljósa.
Bílskúrinn: Er rúmgóður, skráður 42,2 m2, með rafmagnihita og rennandi vatni. Bílskúr verður afhentur með nýrri bílskúrshurð.
Stór eignarlóð, 1.706,7 fermetrar, búið er að teikna drög að breytingum að lóð og eru ákveðnar framkvæmdir hafnar. Búið er að drena meðfram húsi og
bílskúr steypa og terassoslípa plön og tröppur í lóðinni. Einnig er búið að gera gosbrunn með stuðlabergi sem er einstakur á sinn hátt, búið er að leggja lagnir
fyrir vatn og rafmagn í garðinn.
Allar upplýsingar veitir Jens Magnús Jakobsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 893-1984
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.