Hrísalundur 3, 600 Akureyri
520.000.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
1912 m2
520.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
533.220.000
Fasteignamat
260.300.000

Hrísalundur 3 – Verslunar- og iðnaðarhúsnæði á frábærum stað á Akureyri.

Eignaland og Jens Magnús Jakobsson lgf. kynna til sölu fjölnota atvinnuhúsnæði við Hrísalund 3 á Brekkunni á Akureyri.
Þetta rúmgóða og vel skipulagða húsnæði hýsir í dag rekstur Kristjánsbakarís, bæði framleiðslu og verslun. Um er að ræða eign með mikla möguleika fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi á einum eftirsóttasta stað bæjarins.


Helstu upplýsingar:
Heildarstærð hússins: 1.912,9 m²
Stærð lóðar: 3.575 m²
Skipting rýma:
Vinnslusalur: 1.443,4 m²
Verslun og veitingarsalur: 200,1 m²
Skrifstofur, lager, starfsmannaaðstaða og fl.: 269,4 m²

Kjallari: Undir hluta hússins með starfsmannaaðstöðu og lager
Aðkoma: Góð aðkoma og bílastæði bæði að framan og aftan við húsið

Staðsetning:
Húsið er einstaklega vel staðsett á Brekkunni, beint á móti verslun Nettó og í nágrenni við KA-svæðið. Um er að ræða sýnilegan og aðgengilegan stað sem hentar vel fyrir verslun, þjónustu eða framleiðslu.

Tækifæri:
Hrísalundur 3 býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir nýja eigendur – hvort sem er til áframhaldandi matvælaframleiðslu, verslunarreksturs eða annarrar atvinnustarfsemi. Húsnæðið er vel við haldið og tilbúið fyrir nýja notkun með stuttum fyrirvara.

Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir:
Jens Magnús Jakobsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 893-1984
Netfang: [email protected]



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.