Eignaland fasteignasala og Sigurður Fannar kynna í einkasölu: Hraunhólar 10, Selfossi.
Um er að ræða 193,9 m2 parhús með aukaíbúð með sérinngangi á eftirsóttum stað á Selfossi.
Húsið er steypt, steinað að utan, þak er valmaþak klætt með bárujárni.
Í bílskúrnum er búið að útbúa íbúð sem er í dag með leyfi til reksturs á Airbnb. Bílskúrinn er er 56.7fm af heildarstærð hússins.Að innan skiptist eignin í forstofu, baðherbergi, þvottahús, 4 svefnherbergi, geymsluloft, stofu og eldhús auk íbúðar í bílskúr.Forstofa: Með skápum og flísar á gólfi.
Þvottahús: er rúmgóð innrétting fyrir tæki í vinnuhæð og þar er salerni. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi.
Svefnherbergin eru fjögur talsins, þar af er eitt forstofuherbergi, og er parket á gólfi sem og fataskápar í þeim öllum.
Aukarými/Sjónvarpshol: Af svefnherbergisgangi er stigi sem liggur upp í aukarými, sem mætti nýat sem skrifstogu, leikherbergi eða sjónvarpshol.
Eldhús: Viðarlitaðri innrétting. Eldhúsrými er opið inn í borðstofu og stofu í einu alrými. Þar er parket á gólfi.
Stofa: Björt og opin - hátt til lofts. Útgengt á góðan sólpall með grillskýli, heitum potti og geymsluskúr.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, þar er sturta með innbyggðum vönduðum tækjum, innrétting með handlaug og handklæðaskápur.
Bílskúr: Er í dag nýttur sem íbúð. Þar er baðherbergi, eldhús, stofa og svefnloft þar sem upptekið loft er í skúrnum, s+erinngangur er í bílskúr/íbúð.
Bílaplan er malbikað.
Um er að ræða sérstaklega vandað og falleg steinsteypt raðhús, með glæsilegum sólpalli, heitum potti, grillskýli, geymslukofa og aukaíbúð í bílskúr.
Sannkölluð perla á eftirsóttum stað á Selfossi með möguleikum á aukatekjum eða hægt líka að nýta sem "fyrstu úbúð" fyrir unga fólkið í fjölskyldunni.Ef áhugi er á að skoða, vinsamlegast hafið samband við Sigurður Fannar lögg.fasteignsala í síma 897-5930 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.